Skólinn

Menntaskólinn við Hamrahlíð er framhaldsskóli sem menntar nemendur til stúdentsprófs. 

Skólinn var stofnaður árið 1966 og var fyrstur skóla til að taka upp svokallað áfangakerfi árið 1972.

Markmið skólans er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Stefnt er að því að búa nemendur undir frekara nám og þátttöku í atvinnulífinu.

Sérstaða skólans er fólgin í fjölbreyttu námi, auðugu áfangaframboði og víðtækri þjónustu.

Síðast uppfært: 11. janúar 2022