Covid-19 vor 2022

Hér setjum við inn upplýsingar tengdar sóttvörnum og Covid-19, fyrir vorið 2022.

Frá og með 25. febrúar er ekki grímuskylda í MH en nemendur eru hvattir til að hugsa vel um persónulega sóttvarnir.

__________________________________________________________________________________

Nýjar reglur um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir - sent 14.febrúar 2022

Uppfærðar reglur 11. febrúar 2022, inni á covid síðunni

Nýjar almennar reglur um sóttkví og smitgát - 26.janúar 2022 

Myndræn framsetning á nýjum reglum

Athugið að þegar eintaklingar í skólanum greinast þá fer smitrakning í gang og þeir sem þurfa að fara í sóttkví eru látnir vita eins fljótt og auðið er.  Aðrir fá ekki póst eða upplýsingar um smitið, þar sem ekki er lengur verið að senda einstaklinga í smitgát.  Sóttkví ræðst af því hversu nálægt viðkomandi einstaklingi einhver var, hversu lengi og hvort grímur voru notaðar. Við hvetjum því alla til að nota grímur og fara eins varlega og þeim er unnt í þeirra persónulegu sóttvörnum.

Ný reglugerð um takmarkanir í skólastarfi - 13.janúar 2021

Breyttar reglur um sóttkví varðandi að geta sótt vinnu og skóla - sett inn 9. janúar

Sóttvarnarreglur í MH janúar 2022 - uppfærðar 13. janúar.

 • Það er almenn grímuskylda í MH.
 • Í kennslustofum gildir tveggja metra nándarregla og grímuskylda ef ekki tekst að virða þau mörk.
 • Hámarksfjöldi í almenningsrýmum er 50 nemendur og ber að virða hólfaskiptingu.
 • Á göngum og við innganga skólans er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum. 
 • Forðumst að safnast saman í almenningsrýmum. 
 • Höfum einstaklingsbundnar sóttvarnir að leiðarljósi þannig að skólastarfið gangi vel. 

General epicemic rules in MH January 2022 - updated 13th of January. 

 • Students are required to wear masks at MH.
 • In classrooms there is a two-meter rule of proximity and it is required to wear a mask if the rule is not respected. 
 • The maximum number of students in different compartments in public spaces is 50 students and the division of compartments must be respected.
 • In the corridors and at the entrances to the school, it is permissible to deviate from the number limit.
 • Avoid gathering in groups in public spaces. 
 • We have individual epidemic preventions as a guideline so that the school work goes well.

 

Virðum reglurnar og höfum einstaklingsbundnar sóttvarnir í fyrirrúmi, þ.e. handþvottur og sótthreinsun eru það allra mikilvægasta. Ef nemendur finna til einkenna tengdum COVID þá eiga þeir að vera heima og tilkynna veikindi í gegnum Innu. Nánari upplýsingar um verkferla vegna smits og gruns um smit má finna hér fyrir neðan.


Please respect the rules and prioritize individual disease prevention. Remember that if you feel any symptoms of sickness, you are supposed to report sick in Inna. Further information about COVID work procedure can be found here below.

Veikindaskráningar

Við hvetjum nemendur til að tilkynna veikindi í Innu, hvort sem forráðamenn gera það eða þeir gera það sjálfir (18 ára og eldri) og setja í athugasemd hver veikindin eru. Við mælumst til þess að nemendur komi ekki veikir í skólann og á meðan þetta ástand varir setjum við veikindi á alla tilkynnta veikindadaga. Fjarvistir (F) standa en veikindi (V), Covid-19 (C) eða sóttkví (K) koma á móti.

Verkferlar vegna Covid-19 (English version below)

Smit eða grunur um smit - nemendur

Tilkynning um sóttkví eða einangrun - nemendur

Covid-19 - Work procedure

Work procedure – Infection or suspicion of infection - students

Work procedure - Notification of quarantine or isolation - students

Work procedure – Infection or suspicion of infection - staff

______________________________________

How to register students absent/sick in INNA 

Síðast uppfært: 24. febrúar 2022