Heilsueflandi framhaldsskóli

Heilsueflandi MH

 

MH er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem Lýðheilsustöð stendur að.

Verkefnisstjóri MH er Elva Ágústsdóttir. Hægt er að senda Elvu póst á elva@mh.is

Hér er tengill í heimasíðu verkefnisins

Skólaárið 2014 - 2015 er helgað lífstíl með áherslu á forvarnir, kynheilbrigði og jafnrétti.

Skólaárið 2013 - 2014 var helgað geðrækt og fékk skólinn bronsverðlaun í þeim flokki.

Skólaárið 2012 - 2013 var helgað hreyfingu og fékk skólinn gullverðlaun í þeim flokki.

Skólaárið 2011 - 2012 var helgað næringu fékk skólinn silfurverðlaun í þeim flokki.

Markmið skólans er að efla alhliða forvarnir og heilsuvernd. Í því felst m.a.

  • að taka þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.
  • að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og traustri sjálfsmynd nemenda,
  • að koma í veg fyrir reykingar, áfengisneyslu og aðra vímuefnanotkun nemenda,
  • að styðja nemendur sem vilja losna úr ánauð vímuefna.

Ítarlegri Forvarna- og heilsuverndarstefnu skólans má nálgast hér.

 

Síðast uppfært: 17. september 2017