Vinnustofur kennara

Vinnustofur kennara eru staðsettar á fyrstu og annarri hæð skólans. Á fyrstu hæð í suðurenda eldri byggingar eru Breiðablik (þriðjumál), Fensalir (stærðfræðideild), Urðarbrunnur (félagsfræði og myndlist) og Valaskjálf (enska og Norðurlandamál). Á annarri hæð, nálægt kennarastofu, eru vinnustofur A- Hlíðarendi og B-Sumarhús (íslenska, heimspeki og leiklist) og vinnustofa C (saga) og vinnustofa E (raungreinar, líkamsrækt o.fl.). Á annarri hæð eru einnig sálfræðikennarar með aðstöðu í st. 24, ýmsir kennarar hafa komið sér fyrir í stofu 34 og deildarstjóri fjölnámsbrautar er í stofu 17.

 

Síðast uppfært: 25. ágúst 2025