Skrifstofuvörur og möppur

Skrifstofuvörur, s.s. penna, blýanta, lím, kennaratyggjó, teiknibólur, plastvasa, plastmöppur og stærri skjalamöppur má nálgast á skrifstofunni. Skjalamöppur sem upplagt er að endurnýta eru geymdar á tveimur stöðum: Í kompu sem gengið er inn í frá palli framan við kennarastofu og í ljósritunarherbergi á Fólkvangi á 1. hæð.

Ef nota á mikið magn með hópum nemenda er betra að fá liðsinni námstjóra til þess að panta slíkt áður og eiga á vinnustofu fagsins.

Pappír og veggspjaldaefni eru í ljósritunarherbergi við st. 25 og 27. Þar er einnig heftari og pappírsskeri.

 

Síðast uppfært: 08. október 2020