Myndbönd

Hér koma myndbönd sem fjalla um ýmislegt sem tengist andlegir líðan og hvernig við getum brugðist við breytingum og krefjandi aðstæðum í lífinu okkar.

Í myndbandinu "Tilfinningar" er fjallað um tilfinningar og fjallað stuttlega um hvernig hugsanir og aðstæður hafa áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við getum brugðist við þegar okkur líður ekki nægjanlega vel.


Í myndbandinu "leiðir til að bregðast við streitu" er fjallað leiðir sem hafa gagnast mörgum til að takast á við mikið álag og streitu.


Í myndbandinu "Þinn besti vinur" er hug­ræn at­ferl­is­meðferð (HAM) útskýrð á skemmti­leg­an og fróðleg­an hátt. Mynd­bandið seg­ir frá grunnd­vall­ar­atriðum í hug­rænni at­ferl­is­meðferð sem er viður­kennd meðferð sem hef­ur gagn­ast fjölda fólks á öll­um aldri.


Í myndbandinu"Kvíði" er fjallað um kvíða og kvíðaviðbrögð. Einnig er fjallað um leiðir sem hægt er að nýta sér til að koma á móts við kvíðatilfinningar og bregðast við þeim á uppbyggilegan hátt.


Í myndbandinu "æfing í núvitund" er farið yfir einfalda núvitundaræfingu sem gott getur verið að gera. Með reglulegum núvitundaræfingum náum við að mynda nánari tengsl við upplifanir okkkar en það er öllum mikilvægt að vera í góðum tengslum við líkamlegan og andlegar breytingar og líðan.


Í stuttmyndinni "Fellum grímuna" stíga fram þjóðþekkt­ir ein­stak­ling­ar og segja frá erfiðleik­um sem þeir hafa glímt við í sínu eigin lífi.
Fellum grímuna

 

 

 

 

 

Síðast uppfært: 13. desember 2019