Kennaraopnun

Skólinn er opinn starfsfólki mánudaga til fimmtudaga milli 07:10 og 20:00 og á föstudögum milli 07:00 og 19:00. Þessar tímasetningar breytast í september 2025, þá verður húsið opið milli klukkan 7:10 og 17:00 mánudaga til fimmtudaga og til kl. 16:00 á föstudögum. Eftir kl. 17 (16 á föstudögum) kemst starfsfólk inn með rafrænum lykli, inn um innganginn undir skrifstofunni, á norðurhlið hússins, fram til kl. 20. 

Starfsfólk hefur einnig aðgang að húsinu um helgar milli kl. 7:30 og 19:00, inn um norðurinnganginn undir skrifstofunni.

Starfsfólk þarf að passa vel upp á að slökkva öll ljós og loka gluggum ef það kemur í hús utan almenns opnunartíma.

Á hátíðis- og frídögum gætu verið aðrir opnunartímar en hér eru nefndir.

Opnunartími á sumrin: 7:00 til 17:30 virka daga og lokað um helgar en skrifstofan er opin virka daga milli 9:00 og 15:00. 

 

 

Síðast uppfært: 25. ágúst 2025