Forfallatilkynningar starfsfólks

Kennarar eiga að tilkynna forföll með því að skrá þau í Innu - á hnappnum Skrá forföll ( hægra megin á forsíðunni í Náms - Innu).
Annað starfsfólk tilkynnir veikindi til rektors, konrektors eða Guðrúnar á skrifstofunni.

Þegar kennari skráir forföll fá nemendur tölvupóst og tilkynningu í Innu um að kennsla falli niður og um leið kemur Z merking í viðveruskrá.

Einungis á að skrá forföll ef kennsla fellur niður. Ef fenginn er forfallakennari eða málið leyst á annan hátt á ekki að skrá forföll í Innu.

Forföll eru skráð í Innu ekki síðar en kl. 7:30 á morgnana ef umrædd kennslustund á að hefjast kl. 8:10. Forföll fyrir aðrar kennslustundir skal skrá fyrir kl. 8.

Ef kennari þarf að skrá forföll í eina kennslustund þá er líka hægt að gera það í Innu - það þarf ekki að skrá heilan dag.

Ef vandræði eru með forfallaskráningu þarf að hafa samband við skrifstofu sem fyrst. Ef aðalsími 5955200 er lokaður þá má reyna innanhússnúmer áfangastjóra 5955202, konrektors 5955205 eða rektors 5955201.

Ef veikindi standa yfir lengur en einn dag þurfa kennarar að setja sig í samband við námstjóra sem metur þörf fyrir afleysingarkennara í samráði við fagstjóra.

Síðast uppfært: 02. nóvember 2022