Athugasemd vegna jafnlaunakerfis MH

Með þessu eyðublaði getur starfsfólk Menntaskólans við Hamrahlíð, eða aðrir hagsmunaaðilar, komið athugasemdum, ábendingum eða kvörtunum í tengslum við laun og jafnlaunakerfi MH á framfæri við frávikateymi kerfisins.

Fulltrúar stýrihóps eiga sæti í frávikateymi. Formaður stýrihóps um jafnlaunavottun er jafnframt formaður frávikateymis. Formaður ber ábyrgð á meðhöndlun athugasemda og frávika.

Vinsamlega útskýrið í stuttu máli í hverju athugasemdin felst og tilgreinið þau atriði sem talin eru vera brot á kröfum jafnlaunastaðals 85/2012 eða lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 með tilheyrandi breytingum vegna jafnlaunavottunar. Tilkynningin getur átt við þig sem einstakling, annað starfsfólk Menntaskólans við Hamrahlíð sem þú telur brotið á, eða jafnlaunakerfið sjálft og eftirfylgni þess.
captcha