Valtími 2. október

Föstudaginn 2. október kl. 14:15 verður valtími þar sem nemendur hitta umsjónarkennarann sinn í fyrirfram auglýstum stofum og fá aðstoð við valið fyrir vorönn 2021.
Við viljum hvetja alla nemendur sem ekki eru í lífsleikni og þurfa aðstoð, að mæta í valtímann og fá aðstoð við valið. Val fyrir vorönn 2021 hefst formlega mánudaginn 5. október og stendur út vikuna. Allir sem ætla að halda áfram að stunda nám í MH verða að velja sér áfanga fyrir næstu önn. Framboð áfanga vorannar 2021 mótast af því sem nemendur velja þannig að það skiptir miklu máli að hver og einn nemandi gangi frá sínu vali í valvikunni og velji rétt miðað við sína braut og sitt nám. Nýnemar ganga frá sínu vali í lífsleiknitímum.

Áfangaframboð ásamt leiðbeiningum um framgang valsins verður komið á heimasíðu skólans áður en valið hefst. Valinu þarf að vera lokið fyrir miðnætti mánudaginn 12. október.

 ATH það er ekki skyldumæting í valtímann, hann er fyrir nemendur sem þurfa aðstoð við valið. Listi yfir stofur sem valkennarar eru í er líka undir viðburðir.