Úrslit í vegglistasamkeppni nemenda

Nýlega fór fram samkeppni milli nemenda MH um vegglistaverk á gang milli Norðurkjallara og Undirheima. Fjöldi verka barst í samkeppnina og voru verk eftir eftirtalda nemendur valin: Noru Evu Sigurdsson, Hannes Hreim Arason Nyysti, Freyju Stígsdóttur, Elísabetu Maríu Hákonardóttur, Kötlu Björgu Sigurjónsdóttur og Auði Grétu Þórisdóttur. Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju með verkin og viðurkenninguna. Í dómnefnd sátu fulltrúar nemenda, kennara og stjórnenda. Alls bárust rúmlega 50 verk í samkeppnina sem staðfestir enn og aftur sköpunarkraftinn sem ríkir á meðal nemenda MH.