Ungir frumkvöðlar

Í keppninni Ungir frumkvöðlar fékk lið frá MH verðlaun fyrir ,,Besta hönnunin“ í JA - ungir frumkvöðlar, fyrirtækjasmiðju 2022. Liðið skipa þau  Dagur Steinarsson, Gylfi Maron Halldórsson og Hrefna Tryggvadóttir. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Arionbanka sl. föstudag. Nemendur höfðu bæði kynnt vöru fyrir dómara, tekið þátt í vörumessu og svo kynnt hugmyndina fyrir fullum sal og dómurum. Til hamingju öll.