Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sæmdi Þor­gerði Ing­ólfs­dótt­ur, tón­list­ar­kenn­ara og kór­stjóra, heiðurs­borg­ar­a­nafn­bót Reykja­vík­ur­borg­ar við hátíðlega at­höfn í Höfða miðvikudaginn 31. janúar. Þor­gerður er sjö­undi Reyk­vík­ing­ur­inn sem er gerð að heiðurs­borg­ara. Séra Bjarni Jóns­son hlaut nafn­bót­ina árið 1961, Kristján Sveins­son árið 1975, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir árið 2010, Erró (Guðmund­ur Guðmunds­son) árið 2012, Yoko Ono árið 2013 og Friðrik Ólafs­son árið 2015.
Starfsfólk skólans og nemendur óska Þorgerði innilega til hamingju með nafnbótina.