Sumarnám í Klassíska listdansskólanum

Í sumar mun Klassíski listdansskólinn bjóða upp á sumarnám þar sem nemendur geta tekið áfanga á listdansbraut. Klassíski listdansskólinn er einn af þremur samstarfsskólum MH sem kennir áfanga á listdansbraut. Á listdansbraut skólans stunda rúmlega 30 nemendur nám í klassískum listdansi eða nútíma dansi. Sumarnámið er liður í átaki menntamálayfirvalda að koma til móts við nemendur sem vilja stunda nám í sumar og eru án atvinnu. Áætlanir gera ráð fyrir að 20-30 nemendur nýti sér þetta úrræði. Nánari upplýsingar er að finna inn á www.dansgardurinn.is