Stígum grænu skrefin saman

Í MH fá nemendur hafragraut, grjónagraut og súpu í einnota umbúðum. Eftir áramótin munum við fara yfir í margnota umbúðir og leysast þá mörg flokkunarvandamálin. Í umhverfisvikunni, þar sem nemendur flokkuðu og flokkuðu og stóðu sig almennt mjög vel, kom í ljós að við þurfum að gera betur í flokkun einnota skála og þess sem eftir er í þeim. Því höfum við ákveðið að þangað til margnota skálar koma í hús hættum við að setja þessar skálar í pappírstunnuna og ætlum við að biðja alla um að setja þær og skeiðarnar á borð sem búið er að koma fyrir við báða enda Matgarðs og eitt á Miðgarði. Á borðunum eru lífrænir dallar þar sem tæma má afganga úr einnota skálunum og skilja svo skálarnar eftir á borðinu. 

Hér má lesa pósta sem sendir eru á nemendur og nýjasti pósturinn þar inniheldur þessar upplýsingar og textinn er einnig á ensku.