Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 4. október síðastliðinn, í öllum framhaldsskólum samtímis. Þrír MH-ingar urðu í efstu 16 sætunum á neðra stigi og einn á efra stigi. Þessara nemenda bíða mörg óleyst stærðfræðidæmi sem eru ætluð til undirbúnings fyrir aðalkeppnina sem verður í vor. Góða skemmtun og gangi ykkur sem best.