Söngkeppni Óðríks Algaula

Í kvöld fer fram söngkeppni Óðríks Algaula. Keppnin felst í því að finna fulltrúa MH sem mun taka þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Að þessu sinni keppa 15 flytjendur sín á milli og mun keppnin fara fram í Gamla bíó og hefst stundvíslega kl. 20:00. Eru nemendur hvattir til að mæta og kynnast fjölbreyttri tónlistarmenningu NFMH. Nánari upplýsingar er að finna inn á facebook-síðu NFMH.