Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna var 1. apríl þar sem tónlistarfólk úr framhaldsskólum landsins steig á stokk og sýndi ótrúlega sönghæfileika. Það er gaman að segja frá því að fyrir okkar hönd keppti Erla Hlín Guðmundsdóttir og landaði hún öðru sætinu í keppninni. Til hamingju með það. Við óskum einnig Fjölbrautarskólanum í Garðabæ til hamingju með sigurinn og Menntaskólanum í tónlist með þriðja sætið. Endilega skoðið upptöku af túlkun Erlu Hlínar á laginu Litli tónlistarmaðurinn.