Skólasókn á haustönn 2019 til fyrirmyndar

Á haustönn 2019 voru 506 nemendur með 10 í skólasóknareinkunn eða 46% nemenda. Til að fá 10 í skólasóknareinkunn þurfa nemendur að vera með a.m.k. 95% skólasókn. Þessar einkunnir staðfesta enn og aftur hversu einbeittir nemendur eru að mæta vel og sinna náminu af miklum áhuga. Alls voru 40 nemendur með óaðfinnanlega skólasókn, þ.e. mættu 100% í alla tíma yfir önnina.

Við óskum nemendum til hamingju með mjög góða skólasókn á haustönn.