Sinfónískir dansar úr West Side Story

Föstudaginn 25. janúar kl. 11:00 er nemendum og starfsfólki skólans boðið í Hörpu á Sinfóníska dansa úr West Side Story í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. MH-ingar munu fjölmenna enda frábær skemmtun í boði.

Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:35 og verða rútur staðsettar á bílaplani vestanmegin við skólann. Nemendur mæta í tíma þar sem verður lesið upp og í kjölfarið farið í rúturnar. Áætluð heimkoma er um 12:15.