Síðasti prófdagur

Í dag var síðasti prófdagur skv. próftöflu og einungis nokkur sjúkrapróf eftir. Nemendur sem eiga eftir að koma í sjúkrapróf hafa fengið póst um það hvaða dag og klukkan hvað þeir eiga að mæta í prófin. Á miðvikudaginn er svo staðfestingardagur þar sem nemendur staðfesta val sitt fyrir komandi vorönn.