Síðasti kennsludagurinn

Í dag var síðasti kennsludagur haustannar 2022. Á morgun er námsmatsdagur þar sem kennarar vinna að námsmati og nemendur fá tækifæri til að skipuleggja prófatörnina sem framundan er. Skrifstofa skólans opnar kl. 10:00 á morgun en venjulegur opnunartími verður aftur kominn á 1. desember. Gangi ykkur sem best í prófunum.