Sameiginlegt lið MH og MR sigrar í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

GULA GENGIÐ sigraði í Beta deild í Forritunarkeppni framhaldsskólanna, sem er þyngra stig keppninnar, en liðið var skipað þeim Tristani Ferrua Edwardssyni úr MH og Bjarna Degi Thor Kárasyni úr MR. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.