Prófin framundan

Bókasafn MH er góður staður til að læra á
Bókasafn MH er góður staður til að læra á

Í dag 28. apríl er síðasti dagur fyrir þá sem telja sig þurfa að sækja um breytingu á próftöflu. Prófin byrja svo á mánudaginn og viljum við hvetja nemendur til að kynna sér próftöfluna vel og vandlega og þær leiðbeiningar sem við bjóðum upp á hér á heimasíðunni. Nýtið einnig tímann vel þessa síðustu daga til að ræða við kennarana ykkar um það sem ykkur liggur á hjarta varðandi prófin í hverjum áfanga fyrir sig.