Prófin eru byrjuð

Prófin eru hafin í MH og því nóg að gera við prófundirbúning bæði hjá starfsfólki og nemendum. Á meðan á prófatímabili stendur er lokað á einkunnir í Innu sem þýðir að nemendur sjá ekki lokaeinkunnir í áföngum. Ef einhverjar einkunnir sjást þá eru þær ekki endanlegar fyrr en tilkynnt hefur verið um það, eftir kl. 16:00, 19. maí og þær keyrðar inn í feril. Gangi ykkur sem best í prófunum.