Plokkað í MH

Nemendur plokkuðu rusl af kappi á lóð MH
Nemendur plokkuðu rusl af kappi á lóð MH

MH-ingar létu ekki sitt eftir liggja og plokkuðu rusl á skólalóðinni í gær, 25. apríl, en stóri plokkdagurinn var haldinn í heiðri víða um land sl. sunnudag. Nemendur og starfsfólk brást vel við áskorun umhverfisnefndar skólans og mætti út á lóð í hádegishléinu. Afraksturinn rúmaðist í nokkrum pokum sem Pálmi áfangastjóri fór svo með á gámastöð Sorpu. Ýmissa grasa kenndi í ruslinu, andlitsgrímur hafa fokið upp úr vösum margra á vindasömum vetri sem og alls kyns plastrusl og fleira ókennilegt dót. Umhverfisnefnd hyggst standa fyrir plokkdegi á hverju vori héðan í frá svo vonandi verður ásýnd skólalóðarinnar til sóma í framtíðinni.