Opið hús í MH 6. apríl

Miðvikudaginn 6. apríl verður opið hús í MH. Á opnu húsi gefst 10. bekkingum og aðstandendum þeirra tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð í MH, félagslíf nemenda og aðstöðuna í skólanum. Boðið verður upp á leiðsögn um skólann þar sem gestir fá að sjá brot af því besta sem skólinn býður upp á. Kennarar og annað starfsfólk kynnir námsframboðið á Miðgarði og Miklagarði og kórinn mun taka lagið. Kíkið endilega í heimsókn, við tökum vel á móti ykkur.

Gestir eru hvattir til að nýta umhverfisvænan samgöngumáta, t.d. reiðhjól eða almenningssamgöngur. Strætó númer 13 stoppar í Hamrahlíð, 1-3-6 við Miklabraut/Hlíðar, 1-4 stoppa við Kringlumýrarbraut, 2–14 við Borgarleikhúsið, 57 við Kringlumýrarbraut/Miklabraut/Hlíðar og 18 við Bústaðaveg.