Opið hús í MH 1. mars kl.17:00 - 18:30

Á opnu húsi í MH gefst 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð í MH, félagslíf nemenda og aðstöðu í skólanum. Leikfélag NFMH flytur atriði úr Miðnætti í París og kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun flytja tónlist. Boðið verður upp á leiðsögn um skólann þar sem gestir fá að sjá brot af því besta sem skólinn býður upp á.