Opið hús 22. mars

MH býður 10. bekkingum, foreldrum þeirra og aðstandendum, á opið hús miðvikudaginn 22. mars milli kl. 17:00 og 18:30. Kynningar á námsframboði skólans verða á Miklagarði, Miðgarði og í einstaka stofum. Kynningar á félagslífi skólans, ráðum og nefndum, verða á Matgarði og einnig munu nemendur skólans bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafnið verður opið og hægt að skoða aðstöðuna þar. Kórinn mun taka lagið og einnig verður boðið upp á kleinur í tilefni dagsins.