Nýnemaferð

Í dag leggja flestir nýnemar skólans land undir fót og fara í nýnemaferð. Ferðin er skipulögð af NFMH og verður lagt að stað frá MH í rútum kl. 14:30 og er áætluð heimkoma á morgun kl. 13:00.
Stjórn NFMH stendur fyrir kvöldvöku, sundlaugarpartýi, grilli o.fl. skemmtilegu sem allt er gert til þess að nýnemarnir kynnist hverju öðru sem og nemendafélaginu. Þetta er gert í von um að næstu dagar, vikur, mánuðir og ár verði sem allra eftirminnilegust og skemmtileg.
Auk nemendastjórnarinnar eru með í för félagsmálafulltrúar og námsráðgjafi. Góða skemmtun og við vonum að ferðin verði sem skemmtilegust.