Nemendur MH á Umhverfisþingi 2017

Tveir nemendur MH, Bríet Felixdóttir og Saga Rut Sunnevudóttir, fluttu nýlega fyrirlestur á Umhverfisþingi 2017 sem haldið var í Hörpu 20. október sl.
Þær komu þar fram sem fulltrúar ungu kynslóðarinnar en fyrirlestur þeirra bar yfirskriftina "Hvernig framtíð viljum við?"

Við hvetjum alla áhugamenn um umhverfismál að hlýða á fyrirlesturinn sem er einkar áhugaverður. Smelltu hér til að hlýða á fyrirlesturinn.