Miðnætti í París frumsýnt 2. mars af leikfélagi NFMH

Leikfélag NFMH frumsýnir 2. mars kl. 20:00 í Austurbæjarbíó leikverkið Miðnætti í París. Verkið verður sýnt dagana fjórða, sjöunda, ellefta og fjórtánda mars kl. 20:00. Mikill metnaður einkennir uppsetningu leikfélagsins en að henni koma 60 manns. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson en honum til halds og trausts er danshöfundurinn og listræni aðstoðarmaðurinn Guðmundur Elías Knudsen ásamt búningahönnuðinum Fanney Sizemore. Anna Kristín Vilhjálmsdóttir er aðstoðarleikstjóri og förðunarstjóri, Hjalti Nordal tónlistarstjóri, Björg Steinunn Gunnarsdóttir grafískur hönnuður og ritstýra ritnefndar, Magnús Thorlacius markaðsstjóri og Diljá Nanna Guðmundsdóttir sýningarstjóri. Það er vert að minnast á að 20% af ágóða sýningarinnar rennur til Stígamóta. Miða er hægt að kaupa á tix.is