MH-ingurinn Mikael Norðquist sigrar í alþjóðlegri teiknikeppni

MH-ingurinn Mikael Norðquist bar sigur úr býtum í alþjóðlegri teiknikeppni sem var haldin í tilefni af vetrarólympíuleikunum í Kína. Það var Hongling Song kínverskukennari í MH sem hvatti nemendur til að taka þátt og úr varð að Mikael sendi inn mynd í keppnina. Mikael fékk verðlaunin afhent í Konfúsíusarstofnunni Norðurljós við hátíðlega athöfn. Við óskum verðlaunahafanum innilega til hamingju.