MH-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir Ólympíumeistari ungmenna

MH-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp til sigurs í 200m hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna. Hún setti jafnframt glæsilegt Íslandsmet og hljóp eins og vindurinn á 23,47 sek. Við óskum Guðbjörgu Jónu innilega til hamingju með árangurinn en titillinn er sá fyrsti sem Ísland vinnur á Ólympípuleikum ungmenna frá því þeir hófu göngu sína.