MH-ingur sigrar í smásögusamkeppni FEKÍ

Áslaug Hrefna Thorlacius sem útskrifaðist frá MH í desember hlaut fyrstu verðlaun í flokki framhaldsskóla fyrir smásögu sína Deep Dreams í árlegri samkeppni á vegum FEKÍ (Félag enskukennara á Íslandi). Verðlaunaafhending mun fara fram hjá Bessastaðabóndanum í mars. Þess má geta að á útskriftinni í desember hlaut Áslaug Hrefna viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku.