MH-ingar í rafrænni stærðfræðikeppni

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema er árlegur viðburður og fór forkeppni hennar fram rafrænt 13. október síðastliðinn. Á neðra stigi kepptu þeir sem hófu nám við framhaldsskóla í haust, en aðrir kepptu á efra stigi. Þeim sem hafna efst í forkeppninni, 20 á neðra stigi og 25 á efra stigi, er boðið að taka þátt í úrslitakeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fer fram í mars.  Á neðra stigi kepptu 32 nemendur og af þeim voru tveir úr MH og hafnaði Helga Valborg Guðmundsdóttir í 15. sæti. Á efra stigi kepptu 76 nemendur og af þeim voru 19 úr MH. Efstir voru: Oliver Sanchez í 5. sæti, Bragi Þorvaldsson í 12.-13. sæti, Hálfdán Ingi Gunnarsson í 15. sæti, Flosi Thomas Lyons í 20. – 22. sæti, Matthildur Dís Sigurjónsdóttir og  Andrés Nói Arnarsson lentu í 23.-25. sæti. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Nánar má lesa um keppnina hér.