MH-ingar í Lífshlaupinu

Dagana 31. janúar til 13. febrúar tóku nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð þátt í Lífshlaupinu. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embætti landlæknis

Þrír nemendur voru dregnir úr hópi þátttakenda og fengu þátttökuverðlaun. Fyrstu verðlaun fékk Laufey Ósk Jónsdóttir, önnur verðlaun fékk Ása Ólafsdóttir og þriðju verðlaun fékk Kristján Helgason. 

Steinn Jóhannson konrektor veitti verðlaunin síðasta mánudag.