MH-ingar í Frönskukeppni framhaldsskólanna

Á myndinni eru Guillaume Bazard sendiherra Frakka á Íslandi, Heiða Rachel Wilkins, Ollie Sánchez-Bru…
Á myndinni eru Guillaume Bazard sendiherra Frakka á Íslandi, Heiða Rachel Wilkins, Ollie Sánchez-Brunete og Kristjana Ellen Úlfarsdóttir.

Frönskukeppnin er haldin árlega af Félagi frönskukennara, Alliance Francaise og franska sendiráðinu fyrir nemendur í framhaldsskólum.

Að þessu sinni unnu nemendur MH til fyrstu og þriðju verðlauna. Heiða Rachel Wilkins hlaut 1. verðlaun og Ollie Sánchez-Brunete og Kristjana Ellen Úlfarsdóttir hlutu 3. verðlaun og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn. Nemendurnir gerðu myndband um hvað Frakkland, franska og frönsk áhrif í heiminum táknuðu fyrir þau. Myndböndin þóttu mjög lifandi og skemmtileg og nemendur sýndu vel hvað þau eru hugmyndarík og góð í frönsku.