MH-ingar í forkeppni fyrir ólympíukeppni í líffræði

Forkeppnin í líffræðinni fór fram í janúar og tóku rúmlega 130 nemendur framhaldsskólanna þátt. Níu nemendur MH tóku þátt að þessu sinni og átti skólinn tvo nemendur í efstu 25 sætunum sem komast áfram í úrslitakeppnina. María Guðjónsdóttir varð í þriðja sæti og Magnús Alexander Sercombe varð í 8.-11. sæti.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.