MH-ingar í fjölmiðlum vegna kosninga til Alþingis

Nú styttist í að landsmenn kjósi til Alþingis og í kvöld var forseti nemendafélags MH, Enar Kornelius Leferink, í viðtali í Kastljósinu á RÚV um kosningarnar. Í dag birtist einnig grein á visir.is eftir MH-inginn Lilju Guðmundsdóttur þar sem hún hvetur ungt fólk til að taka þátt í kosningunum. Viðtalið við Enar er aðgengilegt á vef RÚV og smelltu hér til að lesa greinina eftir Lilju.