MH í raunheimum

Eins og áður hefur komið fram er innritun í framhaldsskóla landsins fyrir vorönn 2020 hafin.  Þar er MH í raunheimum engin undantekning. Í fréttablaðinu í dag má lesa að ný útgáfa af MH hafi litið dagsins ljós í sýndarveruleika en því miður getum við ekki tekið á móti umsóknum í þann skóla, þó það gæti verið skemmtilegt.   Til hamingju Björn Ingi Baldvinsson með skólann þinn, bæði í raunheimum og sýndarveruleika.