MH heimsækir Sæmundarskóla

Stjórn NFMH ásamt fulltrúum náms-og starfsráðgjafa og stjórnenda voru mætt í Sæmundarskóla í gær að kynna skólann fyrir nýnemum haustsins 2020. Margir komu og voru forvitnir um skólann. Næsta kynning verður 11. febrúar í Tækniskólanum í Hafnarfirði og þá gefst fleirum kostur á að koma og kynna sér skólann.