MH áfram í aðra umferð Gettu betur

Í vikunni keppti lið MH í Gettu betur og andstæðingurinn var Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu. Leikar fóru þannig að MH fékk 45 stig gegn 13 stigum andstæðinganna. Lið MH skipa Guðmundur Ingi Bjarnason, Gunnar Ólafsson og Sædís Ósk Arnbjargardóttir.
Í næstu umferð sem fer fram þriðjudaginn 16. janúar mætir MH liði Framhaldsskólans á Laugum.