MH á Facebook

Fyrir rúmu ári síðan opnaði MH síðu á Facebook. Viðtökurnar hafa verið frábærar og eru fylgjendur síðunnar um 1500 sem verður að teljast frábær árangur á þessum stutta tíma. Nemendur og væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að fylgjast með skólanum á Facebook. Á síðunni er hægt að fylgjast með því sem ber hæst í skólastarfinu hverju sinni.
Ritstjóri síðunnar er Halldóra Björt Ewen.

Smelltu hér til að skoða síðu MH á Facebook.