MH á BETT 2018

Sjö starfsmenn MH eru á BETT-ráðstefnunni  í Englandi dagana 24.-27. janúar. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum sem fjallar um tækninýjungar í kennslu og hvernig skólar hafa lagað sig að breyttu umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk á tímum svokallaðrar fjórðu iðnbyltingar. Á ráðstefnunni hefur m.a. komið fram áhersla á að skólar dragist ekki aftur úr í tæknibyltingunni heldur séu virkir þátttakendur eins og unga fólkið.