Menntaskólinn við Hamrahlíð 55 ára 24. september

Myndin ásamt frétt birtist í Morgunblaðinu 25. september 1966.
Myndin ásamt frétt birtist í Morgunblaðinu 25. september 1966.

Í dag á Menntaskólinn við Hamrahlíð 55 ára afmæli. Skólinn var settur í fyrsta skipti 24. september 1966 af Guðmundi Arnlaugssyni fyrsta rektor skólans. Í ræðu Guðmundar kom fram að það hafi verið mikið tilfinningamál að stofna annan menntaskóla í Reykjavík. Í máli dr. Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra kom fram að það væru merk tímamót þegar nýr menntaskóli er tekin í notkun. Hann óskaði þess „að íslensk æska mætti sækja í skólann visku og þroska.“ Skólinn hefur svo sannarlega dafnað og vaxið á þessum rúmu fimm áratugum en í dag stunda rúmlega 1000 nemendur af 30 þjóðernum nám við skólann og er starfsfólk vel á annað hundrað. Það er spennandi að hugsa til þess hvernig skóli MH verður eftir önnur 55 ár.