Mánudagar eru líka grautardagar

Fyrsti hafragrautur haustannar var í boði í dag á Miðgarði. Grauturinn hefur verið í boði síðastliðin 15 ár og gaman að sjá að hann er allaf jafn vinsæll. Til að byrja með var honum ausið í einnota pappaskálar en núna er hann borinn fram í margnota grautarskálum. Grauturinn er í boði alla daga vikunnar og sér matreiðslumeistari starfsfólks um að elda hann og stjórnendateymi skólans sér um að ausa hann. Verði ykkur að góðu og gleðilegan mánudag.