Lýðræðisvika NFMH

Næstkomandi fimmtudag fara fram Skuggakosningar í MH og er atburðinum ætlað að auka og hvetja ungt fólk til þátttöku í lýðræðisstarfi og nýta um leið kosningaréttinn í kosningum til Alþingis 28. október.

Af því tilefni hefur NFMH boðið fulltrúum stjórnmálaflokka til stuttra umræðufunda í Miklagarði í hádegishléinu á mánudag og þriðjudag (9. og 10. október). Eru nemendur hvattir til þátttöku í lýðræðisvikunni.