Ljóðadagskrá í Bólstaðarhlíð

Nemendur í valgreininni munnleg tjáning heimsóttu eldri borgara í Bólstaðarhlíð 43 nú í síðustu kennsluvikunni og fluttu ljóðadagskrá. Nemendurnir fluttu ljóðin utan að, af miklu öryggi, og fengu glimrandi viðtökur hjá áheyrendunum. Ljóðin voru klassískar perlur eða frumsamin ljóð eftir nemendurna sjálfa. Þetta er þriðja árið í röð sem tjáningarhópur fer með ljóðdagskrá í Bólstaðarhlíð. Að dagskrá lokinni fengu nemendur smákökur, kaffi og mandarínur.