Lífshlaupið 2018

Menntaskólinn við Hamrahlíð tekur þátt í Lífshlaupinu 2018, heilsu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lífshlaupið verður ræst miðvikudaginn 31.janúar og stendur til 20. febrúar. Megin markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.lifshlaupid.is
Nemendur og starfsfólk skólans er hvatt til þátttöku og stuðla þannig að heilbrigðari lífsháttum.